[ Valmynd ]

enn rok

Birt 30. júlí 2004

ég krækti öllum gluggum aftur í morgun. Hvinurinn i vindinum fer í taugarnar á mér.

Ég hangi á hverri sekúndu þar sem þetta er síðasti virki frídagurinn minn í langan tíma. Ég velti oft fyrir mér hvort betra er að hanga á sekúndunum með því að gera sem minnst svo tíminn líði hægt eða gera mikið svo tíminn líði hratt. Ég hallast að því að ég fái lengri tíma ef ég geri ekki neitt en hins vegar verður meira úr tímanum, alla vega í minningunni, ef ég geri eitthvað áhugavert…

Ég ætla að skokka í kvöld þegar hefur lægt smávegis.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.