[ Valmynd ]

Lou Reed var

Birt 20. ágúst 2004

kraftmikill. Hljómsveitin virtist skemmta sér svo vel að unun var á að horfa. Þrátt fyrir að svitinn seitlaði niður bakið á manni og tærnar væru dofnar naut ég tónleikanna í botn.

Niðurstaðan er þó að ég er að verða of gömul fyrir stæði.

7 km í Reykjavíkurmaraþoni verða ekki að veruleika. Skráningin hafði ekki skilað sér og bið þar sem nýskráning fór fram var of löng svo við urðum frá að hverfa því ekki vildum við missa af tónleikunum. Við hlaupum þá bara tvö ein að vanda en stefnum á 7 km á morgun á heimaslóðum. Þurfum bara að bæta við hring um golfvöllinn til að ná þeim. Ég er samt hundfúl yfir að missa af stemmningunni í maraþoninu, maður getur nefnilega nýtt sér hana til að hafa kraft í hlaupið.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.