[ Valmynd ]

ég eignaðist fallegt

Birt 21. ágúst 2004

ponsjó í dag.
Það lítur út fyrir að vera handprjónað en hönnuðurinn sagðist láta vélprjóna það en heklar svo sjálf kantinn í kring. Garnið sem hún notar er léttlopi. Það er líkast því sem ég hafi prjónað það sjálf. Flíkin er alíslensk og heldur dýrari en þunn nælonponsjó sem flutt eru inn.

Hljóp 7 km þrátt fyrir að geta ekki tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Hljóp á jöfnum hraða, ef hraða skyldi kalla en tókst þetta á innan við klst. Ég er stolt af sjálfri mér…

Keypti vínsteinslaust lyftiduft í fyrst skipti á ævinni í dag. Það er notað í brauðuppskrift sem ég ætla að baka, hef reyndar prófað að nota venjulegt lyftiduft í brauðið og það virkaði alveg en langar að prófa að gera þetta alveg rétt. Athuga hvort það breytir einhverju.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.