[ Valmynd ]

þegar ég sýni

Birt 22. ágúst 2004

garðinn minn horfi ég frekar á það sem er vanrækt við hann. Gleymi því sem er fallegt og sérstakt. Ég reyni þó að hemja mig og benda fólki ekki á óræktina. Allur gróður núna er vaxinn yfir sig, líkast því að garðurinn hafi verið vanhirtur árum saman. Blöð sölnuð, risahrossaflugur og geitungar á sveimi.

Rifsberjarunnarnir svigna undan berjaklösum. Vinum og fjölskyldu er boðið að koma og tína ber. Fuglarnir virðast ekki þurfa á þeim að halda.

Uppskrift af frábæru rifsberjapæi
Botn: Hnoðið saman 100gr. hveiti,100 gr. sykur og 100 gr. smjörlíki og setjið í botninn á smurðu kringlóttu eldföstu móti. Smá afgangi af deigi er haldið eftir til að dreifa ofan á pæið
Dreifið rifsberjum yfir botninn, stráið deigi i litlum bitum yfir (hylur alls ekki berin) og bakið við 200°C í blástursofni í 20 mínútur. Borið fram með ís. Er sérlega ferskt vegna súra bragðsins af berjunum…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.