[ Valmynd ]

mér leiðist að vera innan um fólk

Birt 30. ágúst 2004

sem er reitt og rífst yfir öllu mögulegu og ómögulegu. Sumir virðast alltaf leita að því sem er að. Það er sérstök þung þöng sem leggst yfir sali fulla af fólki þegar einhver fer yfir strikið í dónaskap. Það er eins og einhver skömm setjist að í herberginu og enginn segir neitt en allir draga sig saman og horfa niður. Reitt fólk gerir lítið úr sjálf u sér og ég er viss um að vorkunnsemi spilar líka inn í hvernig viðbrögð fólks eru.

Ég dáist að fólki sem treystir sér til að grípa inn í svona aðstæður og nær að slaka á andrúmsloftinu með ábendingum um t.d. að umræðuefnið sé ekki við hæfi og ætti að fara fram annarsstaðar.

Flokkun: Hitt og þetta.

Lokað fyrir ummæli.