[ Valmynd ]

How to make a journal of your live

Birt 4. september 2004

er bók þar sem höfundurin er að hvetja mann til að skrá niður það sem á daga manns drífur. Höfundurinn teiknar líka í sinn journal og sýnir fram á að með einföldum hætti getur maður skráð líf sitt í máli og myndum, sjálfum sér og afkomendum sínum til fróðleiks og skemmtunar. Höfundirinn heitir Danny Price og á þessa heimasíðu http://www.moonlight-chronicles.com/

Þeir sem hafa nautn af eða slaka á með því að skrásetja hugsanir sínar og vangaveltur um allt og ekkert skilja örugglega mjög vel það sem hann er að tala um. Gleðina af því að handfjalta tóma bók vitandi að hún á eftir að fylgja þér í einhvern tíma og þú munt fylla hana af allskyns bulli. Eða þá að þér leiðist aldrei af því þú getur notað “dauðann tíma” til að skrásetja það sem fyrir augun ber. Og fyrir mig var frábært að lesa um að maður út í heimi telur ekki bara í lagi heldur hvetur til þess að rífa eða klippa ljósmyndir og nota að eigin vild til myndskreytinga. Ég hef hneykslað fjölskyldumeðlimi vegna þessa.

Bókin er líka sérstök að því leyti að hún er handskrifuð eða þannig…

Flokkun: Bækur.

Lokað fyrir ummæli.