[ Valmynd ]

Ef það boð væri látið út ganga

Birt 24. september 2004

að svo allir í heiminum hefðu nóg að bíta og brenna væri nóg að hver einasti Vesturlandabúi skæri af sér litla fingur, myndi ég þá hlaupa strax upp til handa og fóta finna beittasta hnífinn á heimilinu og skera minn af?

Nei ég held ekki.

Fyrsta hugsun mín yrði örugglega sú að þetta væri blekking. Það myndi líka hvarfla að mér að þetta myndi ekki skila tilætluðum árangri af því einhverjir myndu örugglega ekki hlýða kallinu. Ég myndi ekki vilja fórna litlafingri í tilgangsleysi. Ég myndi leita mér nánari upplýsinga og ef ég teldi boðin ekki koma frá traustvekjandi aðilum léti ég þau sem vind um eyru þjóta og héldi mínu striki.

Hvað segir þetta um mig?

Ég er ekki trúgjörn

Ég hleyp ekki að ályktunum

Mér er annt um eigið skinn

Ég fórna mér ekki fyrir aðra, án þess að vera viss um að það skili árangri

Ég treysti öðru fólki ekki alveg.

En hugsa sér ef veröldin væri svona einföld og ekki þyrfti meira til…

Flokkun: EK.

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir lotta:

    enda líka kannski eins gott

    24. september 2004 kl. 14.56