[ Valmynd ]

mér hugnast sú

Birt 25. september 2004

hugmynd við varðveislu mannvirkja að hugmyndin sem húsið stendur fyrir og handverkið sem notað var við byggingu þess skiptir meira máli en efnið sem það var byggt úr. Þessi hugmynd ku koma frá Japan og Kína. Með þessu viðhalda þeir löngu gleymdu handverki og skammast sín ekkert fyrir að rífa merk mannvirki og byggja upp úr nýju efni með sömu aðferðum og voru notaðar upphaflega.
Þetta minnir mig á sögu sem lítill drengur sagði mér einu sinni um það að hamar afa hans væri 50 ára og það hefði bara þurft að skipta þrisvar um skaft og tvisvar um haus á honum. Í huga drengsins og afa hans var þetta samt sami gamli góði hamarinn.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.