[ Valmynd ]

ég verð að skrifa sjónvarpinu bréf

Birt 26. september 2004

af því ég er svo ósátt við hvernig Gísli Marteinn kom fram við unga leikkonu í þætti sínum í gær. Manngreyið datt alveg úr sambandi og spurði hana dónalegra spurninga og var með alhæfingar um að hún væri eins og þær persónur sem hún hefur verið að leika undanfarið. Að mínu mati gerði hann lítið úr konunni og gaf henni aldrei tækifæri til að segja frá neinu markverðu, hann einblíndi stöðugt á það að hún væri ekki gengin út, hefði kæruleysislega afstöðu til lífsins og ætti á hættu að verða ólétt og ekki vita hver faðirinn væri. Mér fannst eins og hann væri alveg óundirbúinn þegar hann talaði við konuna.
Ungur maður sem hann talaði við fyrr í þættinum fékk tækifæri til að ræða þá markverðu hluti sem hann var að gera, þáttastjórnandinn kom fram við hann af virðingu.
Hverjum hjá sjónvarpinu á ég að skrifa?
Hver er tilgangurinn?

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir Ragna:

    Dagskrárstjóri innlendrar dagskrár er sá sem þú átt að skrifa. Þú gætir líka skrifað Gísla sjálfum, það er líklega kurteislegt. Og ef þú færð ekkert svar er hægt að hringja. Ég veit að það skilar stundum árangri. Ég missti af endursýningu á þættinum í dag, var á leið ofan úr sveit í rigningu.

    26. september 2004 kl. 23.28