[ Valmynd ]

það jaðrar við að fuglasöngurinn

Birt 28. september 2004

sem berst inn um gluggana hjá mér sé ærandi. Þetta eru ekki fögur hljóð, rám og murrandi. Ég segi ekki að hann trufli mig við vinnu mína og ætla alls ekki að bera hann saman við vélarhljóðin sem voru að taka mig á taugum um daginn. En þetta er frekar Hitchcoklegt en rómantískt. Þegar ég opna svalahurðina fljúga fuglarnir upp í hópum og það leggst dimmur skuggi yfir garðinn.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.