[ Valmynd ]

sendi þetta bréf á útvarsstjóra og gísla martein

Birt 28. september 2004

Góðan daginn

Ég tel mér skylt að láta vita af óánægju minni vegna framkomu Gísla Marteins við unga leikkonu í þættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini s.l. laugardag.

Það leit úr eins og Gísli væri alveg óundirbúinn og spurði hann leikkonuna dónalegra spurninga og var með alhæfingar um að hún væri eins og þær persónur sem hún hefur verið að leika undanfarið. Að mínu mati gerði hann lítið úr leikkonunni og gaf henni aldrei tækifæri til að segja frá neinu markverðu, hann einblíndi stöðugt á það að hún væri ekki gengin út, hvað hún hefði kæruleysislega afstöðu til lífsins og ætti á hættu að verða ólétt og ekki vita hver faðirinn væri.

Ungur maður sem hann talaði við fyrr í þættinum fékk tækifæri til að ræða þá markverðu hluti sem hann var að gera, þáttastjórnandinn kom fram við hann af virðingu.

Frá mínum bæjardyrum séð er þetta mjög fordómafull framkoma og lýsir undarlega gamaldags viðhorfum til kvenna. Það er ekki nóg að fá konur til sín í þætti, það
þarf að koma fram við þær af sömu virðingu og aðra sem í þáttunum eru.

Flokkun: Hitt og þetta.

Lokað fyrir ummæli.