[ Valmynd ]

fékk svar frá gísla marteini

Birt 29. september 2004

þar sem hann skýrði sín sjónarmið. Ég ætlaðist ekki til að hann væri sammála mér, en hann var það að hluta, þó á öðrum forsendum en ég. Bréfið frá honum var langt og tók á ýmsu. Ég tók þá ákvörðun að fara ekki að munnhöggvast við hann sé engan tilgang í því. Ég er búin að þakka honum fyrir skjót og greinargóða svör.

Hverju breytti þetta? Engu í rauninni nema hvað að ég er búin að róta upp í lífi eins manns og setja hann í vinnu við að skrifa mér bréf. Ég hef ekki trú á að það breyti neinu í framtíðinni hans lífsskoðanir eru aðrar en mínar og hann á meira upp á pallborðið en ég, því fæ ég ekki breytt. Sumir myndu segja að maður eigi að láta heyra í sér, ekki láta hluti yfir sig ganga. Jú, ég get verið sammála því en mér finnst ekki þjóna neinum tilgangi að hella úr skálum reiði sinnar til þess eins að fá útrás. Þetta er svo úr karakter við mig að yngsti sonur minn spurði hvenær ég hefði eiginlega orðið svona gömul kona sem er að kvarta við sjónvarpið. Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég varð það og er ekkert ánægðari með mig eftir að hafa látið vita af óánægju minni. Ég er ennþá að hugsa um tilganginn…

Flokkun: Hitt og þetta.

Lokað fyrir ummæli.