[ Valmynd ]

supplies

Birt 7. október 2004

er bók sem fer í gegnum með einföldum hætti allar þær úrtöluraddir og/eða hindranir sem verða á vegi manns þegar maður fær hugmynd sem maður vill framkvæma. Þessar hindranir eru oft innra með manni og stundum í líki einhvers utanaðkomandi. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um tilveru þeirra til að geta barist gegn þeim og þorað að ganga skrefi lengra en stundum þykir gerlegt eða við hæfi. Hindranirnar eru kynntar til sögunnar í stuttum köflum sem lýkur með verklegum æfingum. Höfundurinn Julia Cameron hefur sýnist mér skrifað nokkuð margar bækur um svipað efni. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir hana en ég fékk aðra um leið og þessa svo ég mun öruglega a.m.k. glugga í tvær.
Framsetning á þessari er einföld og í formála er sleginn sá varnagli að allt eins líklegt sé að bókin fari í taugarnar á fólki. Þeir sem vilja hafa hlutina flóknari til að finnast eitthvað til þeirra koma finnst þessi bók örugglega einfeldningsleg. Mér finnst hún nokkuð sniðug er enda einföld og ekki sérlega djúp.

Flokkun: Bækur.

Lokað fyrir ummæli.