[ Valmynd ]

Óskar og bleikkædda konan

Birt 13. október 2004

höfðar enn sterkar til mín. Ég grét yfir fegurðinni í henni
Mér finnst boðskapurinn fyrst og fremst vera sá að mikilvægt er að læra að njóta þess sem er, vera meðvitaður og vanda sig við að lifa lífinu. Lífið er ekki sjálfsagður réttur heldur eitthvað sem við fáum að láni sem við eigum að vanda okkur við að umgangast. Það er á ábyrgð hvers og eins að fara vel með þessa gjöf svo hún virki fyrir þá og veiti þeim gleði.
Bókin fjallar líka um hugrekki og hugleysi og auðvitað guð, kannski fyrst og fremst um guð.
Að kynna lesendum þessar hugmyndir um ábyrgð hvers og eins á hamingju sinni með sögu um dauðvona barn er algjör snilld að mínu mati, sorglegri aðstæður sem fólki finnst það ekki hafa nein áhrif á ímynda ég mér, er varla hægt að finna.

Flokkun: Bækur.

Lokað fyrir ummæli.