[ Valmynd ]

meðalmennska

Birt 23. október 2004

hvað viðheldur meðalmennsku? Af hverju er er mörgum svona mikilvægt að viðhalda meðalmennsku.
Ég held að það skipti máli að hefja sig yfir meðalmennsku og gera allt sem hægt er til að ýta undir það að fólki nái framúrskarandi árangri. Orðið meðalmennska segir manni að það lýsi meðalmanninum og þess vegna eru flestir líklega meðalmenn. Fólki er mikið í mun að hafa aðra eins og að er sjálft, alla vega ekki betra, sem er líklega ein helsta ástæðan fyrir því að meðalmennsku er gert jafn hátt undir höfði og raun ber vitni. Þetta er líklega rót þess að við tölum illa um fólk, gerum lítið úr hæfileikum þess og leggjum okkur fram um að draga það niður á okkar plan. Er maður meðvitaður um þegar maður er að draga aðra niður til að sýnast stærri sjálfur? Ég ætla ekki að halda því fram að ég sé alltaf meðvituð um það en heldur ekki að ég geri þetta aldrei. Mér finnst insvegar mikilvægt að horfast í augu við eigin tilraunir til að gera lítið úr fólki og reyna að gera sem minnst af því. Fólk sem hefur sig upp úr meðalmennskunni er fólkið sem leiðir til framfara okkur hinum til hagsbóta. Þess vegna er absúrd að geta ekki unnt því þess að standa sig vel.

Flokkun: Hitt og þetta.

Lokað fyrir ummæli.