[ Valmynd ]

alltaf gott

Birt 24. október 2004

að ná að þrífa dálítið heim hjá sér, sérstaklega þegar maður er í stuði til þess. Að mínu mati felst mikil slökun í því að fegra umhverfi sitt og njóta þess sem maður hefur valið að láta mynda umgjörð um líf sitt. Mér finnst eins og það sé viðurkennt að garðvinna sé slakandi og jafnvel matreiðsla en það sama heyrir maður ekki sagt um þrif. Kannski er það vegna þess maður getur ekki komist undan þeim. Fólk velur að eiga garð eða hversu flókinn mat það eldar en allir verða að þrífa klósett svo það er auðvitað ekki eins fínt…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.