[ Valmynd ]

hausinn á mér er fullur

Birt 10. nóvember 2004

af bómull ég get varla hugsað heila hugsun. Það er gott að geta hlegið að allri þessari vitleysu með fólki sem tekst að sjá spaugilegu hliðarnar á eigin geðvonsku og réttlátu reiði. Ég er að burðast við að vera trú þeirri meðvituðu ákvörðun minni að láta ekki soga mig inn í þann hvirfilbyl tilfinninga sem nú geisar í minni stétt. Ein sagði við mig í dag, “já gott hjá þér að hafa tekið meðvitaða ákvörðun, ég tók enga ákvörðun heldur sogast bara inn í þetta andrúmsloft”
Ég vil ekki sogast inn í neitt andrúmsloft,ég vil hefja mig yfir það og vega og meta hluti án áhrifa frá kringumstæðum. Veit ekki hvort þetta er hægt en ég legg mig fram um að láta ekki blindast af réttlátri reiði. Ég vil ekki láta fullvissuna um að allir séu að reyna að hafa af mér öll mín réttindi og meti mig einskis ná tökum á mér og gera mig að fórnarlambi. Ég treysti fólki og um leið og mér sýnist að því sé ekki treystandi er það á minni áyrgð að gera eithvað í málinu.Ég ber það mikla virðingu fyrir starfi mínu og sjálfri mér að ég er viss um að aðrir meta það líka og vilja gera eins vel við mig og hægt er. Þetta er sannfæring mín og ég hef ekki fram að þessu fundið fyrir öðru en hún fái staðist.
Ég hef áhyggjur af því að ekki margir í minni stétt deili þessari sannfæringu með mér.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.