[ Valmynd ]

mér tekst ekki að einbeita mér

Birt 20. nóvember 2004

opna eina bók og les nokkrar línur og vil þá skipta um ritgerðarefni, les yfir það sem ég hef skrifað undanfarið og finnst það ómögulegt og ekki leiða til neins, velti fyrir mér öðrum möguleikum að efni, næ í aðra bók og les smá. Fer í sturtu fæ mér að borða, skrifa í dagbókina mína og hlusta á útvarpið. A vill horfa á sjónvarp og vera hjá mér og spjalla, hann vantar enskubók svo við förum í leiðangur.

Kannski ég finni einbeitinguna í þeim leiðangri.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.