[ Valmynd ]

lungamjúkt heimatilbúið

Birt 28. nóvember 2004

saffranbrauð á herragarði er guðdómlegt. Gott að eiga vinkonu sem er góð í að baka og leyfir manni að njóta þess með sér. Litlu munaði þó að ég missti af öllu saman af því saumklúbburinn þurrkaðist út úr minni mínu. Bjargaði mér að B hringdi í mig til að bjóða mér far annars hefði ég sofið heimboðið af mér og ekki fengið þessi góðu brauð né notið samvista við vinkonur mínar. Við slúðruðum, rifumst, hlógum og átum en saumuðum ekkert frekar en venjulega.
Kaffi hjá mömmu á eftir í tilefni af fyrsta sunnudegi í aðventu. Fæ þá dagatalakerti frá henni. Vantar rauð epli í aðventukransinn. Hrúga af rauðum eplum, silfurlitur járndiskur á háum fæti og hvít kubbakerti er málið þessa aðventu eins og þá síðustu.
Fersk trönuber í glervasa í eldhúsglugganum minnir líka á að jólin eru rétt handan við hornið.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.