[ Valmynd ]

kall út í heimi

Birt 28. nóvember 2004

er búinn að teikna mynd af dagbókinni minni og er að lesa bók sem ég pantaði mér og vitnar í hana hægri vinstri. Er fjölbreytni heimsins að verða minni? Erum við öll eins?
Þetta er dýr dagbók og ég hef nú fram að þessu látið mér duga 200 króna bækur úr Tiger og á góðan lager af þeim. Svo áður en ég kaupi mér aðra svona dýra ætla ég að klára lagerinn. Pappírinn í þessari dýru er fallegri á litinn og maður finnur að bókbandið er vandaðra sem vekur upp vissa lúxustilfinningu sem ég veit samt að er algjör hégómi. Ef maður er alveg hreinskilinn og lokar fyrir snobbið í sér þá er jafn gefandi að föndra með Tiger bækurnar.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.