[ Valmynd ]

jólagjafaleiðangur

Birt 4. desember 2004

er nauðsynlegur á þessum tímapunkti. Eini sinni fór ég meira í búðir og keypti smágjafir þegar ég rakst á þær. núna hef ég aldrei tima til að fara í búðir og þarf því að vera meðvitaðri um að vera ekki að þessu á síðustu stundu. Mér finnst það ekki eins skemmtilegt. Það var skemmtilegra að kaupa gjafir tilviljanakennt þegar maður rakst á eitthvað sniðugt. Mér finnst líka gaman að syngja en ef einhver segir við mig “syngdu” þá kem ég ekki upp hljóði.
Sjálfsprottið er málið ekki þvingað…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.