[ Valmynd ]

á leið í afmæli

Birt 12. desember 2004

kl. 12:25 stóð kona sem ég kannast við og beið eftir grænu ljósi á Hofsvallagötunni. Bið hennar hefur verið ansi löng því hún rétt slapp yfir götuna áður en aftur kom rautt, kl. 14:57 þegar ég var á heimleið úr afmælinu. Vonandi líður tíminn hjá henni á öðrum hraða en hjá mér. Annars er hætt við að hún kvefist af því að standa svona lengi úti í rigningunni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.