[ Valmynd ]

Margir virðast tengja

Birt 23. desember 2004

jólin fyrst og fremst við mat. Umræður um mat og uppskriftir eru miklar í útvarpinu. Sumt þykir auðheyranlega fínna að borða en annað. Allsnægtirnar eru svo miklar allan ársins hring að til hátíðarbrigða virðist fólk þurfa að toppa alla hina dagana með því að reyna að vera frumlegt.

Ég finn að það er ekki matur sem skiptir mig höfuðmáli á jólum og hef verið að velta fyrir mér hvað gerir jólin að jólum fyrir mig.

Ef ég væri spurð um hvers ég gæti ekki verið án um jólin þá kemur hangikjötslykt, greniilmur og hljóðið í englaspilinu mínu fyrst upp í hugann. Mér finnst líka mikilvægt að skreyta og að hitta stórfjölskylduna á jóladag. Fyrir tveimur árum hefði ég sagt að það að hafa ömmu hjá mér á aðfangadagskvöld skipti sköpum og fyrir þremur árum hefði ég nefnt M. Þau eru bæði dáin en lífið heldur áfram og jólin koma. Þannig að líklega koma jólin án þess að neitt utanaðkomandi þurfi til, svo fremi maður er móttækilegur.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.