10 hlutir sem ég get verið þakklát fyrir árið 2004
Birt 27. desember 2004
Að enginn nákominn mér dó á árinu
Að ég lenti ekki í útistöðum við neinn
Að synir mínir hafa staðið sig vel á árinu, verið frískir og ekki lent í áföllum.
Að ég komst í það gott form að geta skokkað, hjólað, synt og gengið.
Að ég komst að í námi sem ég sótti um
Að ég fékk JÁ við umsókn um námsleyfi
Að hafa staðið við mínar skuldbindingar
Að eiga góða fjölskyldu ,vini og samstarfsfólk
Að ég fór í góð ferðalög með S
Að eiga góðan eiginmann sem skilur og umber dynti og sérviskur mínar og hefur jafnvel gaman af þeim eftir rúmlega 20 ára samveru
og að auki að hafa eignast hrærivél…
Flokkun: Óflokkað.