[ Valmynd ]

fór í skemmtilega

Birt 28. desember 2004

fatabúð í dag, gæti hugsað mér að versla ýmislegt þar. Ungar stelpur (kannski einhverjir strákar líka) sem hanna og sauma fötin. Vinkona systur minnar er ein af hönnuðunum.Keypti mér námsbók í dag sem því miður lítur ekki hrífandi út. Hún er einhvern vegin ferlega kerfisleg.
Gladdi mig hins vegar mikið í leiðangrinum að finna rafmagnskerta jólatrésseríu, ég hef leitað að þannig lengi. Heima og hjá ömmu og afa voru alltaf lifandi kerti og þessar seríur komast næst þeim. Ég þori ekki að vera með lifandi kerti á jólatrénu vegna eldhræðslu enda kviknaði í jólatrénu í gamla daga ein jólin.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.