30. júlí 2004
Ég dáist að sjálfri mér fyrir að takast að skilja lofthræðsluna alveg eftir heima þegar ég fór í Drangey þann 26.Ég ákvað að fara og sitja bara í fjörunni ef ég treysti mér ekki upp. En ég flaug bara upp eins og ekkert væri og naut meira að segja dvalarinar uppi þrátt fyrirlóðrétta kletta beint […]
Ummæli (0)
- Hitt og þetta
Fallega sögð saga af samkennd lítils drengs með jafnaldra sínum sem haldið er föngnum í holu.
Viðtal við höfundinn:
Ummæli (0)
- Bækur
Í gær var ég ung kona með einn ungling og tvö smábörn.
Í dag er ég miðaldra kona með tvo stálpaða unglinga, son sem er að verða 30 ára og tengdadóttur á fertugsaldri.
Á morgun verð ég…
Ummæli (0)
- EK
ég krækti öllum gluggum aftur í morgun. Hvinurinn i vindinum fer í taugarnar á mér.
Ég hangi á hverri sekúndu þar sem þetta er síðasti virki frídagurinn minn í langan tíma. Ég velti oft fyrir mér hvort betra er að hanga á sekúndunum með því að gera sem minnst svo tíminn líði hægt eða gera mikið […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
“Til að vera maður sjálfur er ekki nóg að reyna að vera það sem maður heldur að maður eigi að vera.”Þó þessi setning líti einna helst út fyrir að úr nýútkominni sjálfshjálparbók er hún skrifuð af Brenda Ueland árið 1938 og birtist í bók sem heitir If you want to write. Ég veit ekki annað […]
Ummæli (0)
- Hitt og þetta
29. júlí 2004
Þessa bók er ég nýbúin að lesa og hún hafði þau áhrif, eða öllu heldur höfundur hennar, á mig að ég ákvað að prófa að skrifa dagbók á netinu. Það er óþarfi að kaupa bókina mest allt efnið sem þar er kemur fram á heimasiðu höfundar http://www.kerismith.com
Merkilegast finnst mér að finna konu sem er […]
Ummæli (0)
- Bækur
fátt rómantískara en þvottur á snúru en í þessu veðri setur enginn þvott á snúru. Hann myndi bara fjúka á haf út rennandi blautur.
Ummæli (0)
- Óflokkað
Ég er að vinna í því að komast að þessu. Gengur best þegar ég hef ekkert að gera og hef tíma til að hlusta á hugsanir mínar.
Ummæli (0)
- EK
það greip mig löngun til að prófa þetta fyrirkomulag í stað blýantsins. Kemur í ljós hvernig mér hugnast þetta…
Ummæli (0)
- Óflokkað