31. ágúst 2004
að dimma miklu fyrr á kvöldin. Núna eru ljósaskiptin rúmlega 9:00 en ekki 11.00 einsog fyrir mjög stuttu síðan. Ég bögglast við að skokka en leiðist hvað mér fer lítið fram. finn þó að klukktima túr er meira gefandi en 30 mínútna. Dökkgrár sjór, appelsínugult himinbrot, ljósgrá ský, mávagarg og marr í bát við bryggju […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
30. ágúst 2004
sem er reitt og rífst yfir öllu mögulegu og ómögulegu. Sumir virðast alltaf leita að því sem er að. Það er sérstök þung þöng sem leggst yfir sali fulla af fólki þegar einhver fer yfir strikið í dónaskap. Það er eins og einhver skömm setjist að í herberginu og enginn segir neitt en allir draga […]
Ummæli (0)
- Hitt og þetta
tónlist slowblow og múm stórkostleg. Maður hverfur algjörlega inn á við,þar til konan í næsta sæti fer að paufast ofan í töskuna sína sem hún geymir á gólfinu fyrir framan sig. Þegar hún finnur loks gemsann notar hún hann til að lýsa á armbandsúrið sitt. Á meðan á þessu bardúsi blessaðrar konunnar stendur tekst mér […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
28. ágúst 2004
af vel stemmdu fólki. Synir mínir hurfu í fjöldann en urðu báðir samferða okkur heim. Það er ekki amalegt að vera hress eins og James Brown 71 árs. Hann hafði marga hjálparkokka með sér til að rífa upp stemmninguna.
Ummæli (0)
- Óflokkað
27. ágúst 2004
á morgun. Það er ekkert lát á tónleikaferðum okkar, sá 18 ára er meira að segja tilbúinn að koma með og vonandi líka sá 15 ára.
Við erum loksins alveg læknuð af vonbrigðunum sem Bob Dylan tónleikarnir fyrir óralöngu ullu. Við fórum ekki á tónleika í mörg ár á eftir…
Ummæli (0)
- Óflokkað
af því sem höfundur sögunnar af Pí skrifaði inn í bók vinkonu minnar:
“Always belive the better storie”
Er hægt að hafa betra lífsmottó?
Ummæli (0)
- Bækur
26. ágúst 2004
að flytja gögn á milli tölva. hvað gerði fólk eiginlega áður en tölvur voru notaðar svona mikið? Ég skil ekki hvernig ég á að henda reiður á öllu því sem ég hef safnað inni í tölvuna mína. Þori samt ekki að henda neinu en finn fæst af því sem ég er að geyma og leita […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
25. ágúst 2004
úr vinnunni í dag, svo stutt þar til ég á að mæta aftur…
Reyndar sá ég nýútsprunginn fífil í garðinum hjá mér. Eins og vorið væri komið á ný.
Ummæli (0)
- Óflokkað
24. ágúst 2004
þegar þeim er boðið í boð með foreldrum nenna þeir ekki með og þegar þeim er ekki boðið móðgast þeir. Maður reynir að sýna hvorutveggja skilning en er hissa innra með sér.
Ummæli (0)
- Óflokkað
23. ágúst 2004
leit upp og ætlaði að fara að vinna þau verkefni sem ég ætlaði að gera eftir 17:00 var klukkan orðin 18:50 svo ég fór bara heim.
Verkefnin bíða betri tíma.
Ummæli (0)
- Óflokkað