[ Valmynd ]

Færslur ágústmánaðar 2004

þegar ég sýni

22. ágúst 2004

garðinn minn horfi ég frekar á það sem er vanrækt við hann. Gleymi því sem er fallegt og sérstakt. Ég reyni þó að hemja mig og benda fólki ekki á óræktina. Allur gróður núna er vaxinn yfir sig, líkast því að garðurinn hafi verið vanhirtur árum saman. Blöð sölnuð, risahrossaflugur og geitungar á sveimi.
Rifsberjarunnarnir svigna […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég

er einræn en á auðvelt með að umgangast fólk
hef gaman af að teikna en er klaufi við það
hef gaman af að syngja en held ekki lagi
fæ mikið út úr dansi en er taktlaus
finn gleði í því að hreyfa mig en er þung á mér
nýt þess að vera heima en finnst gaman að ferðast
tek lífið alvarlega […]

Ummæli (0) - EK

ég eignaðist fallegt

21. ágúst 2004

ponsjó í dag.Það lítur út fyrir að vera handprjónað en hönnuðurinn sagðist láta vélprjóna það en heklar svo sjálf kantinn í kring. Garnið sem hún notar er léttlopi. Það er líkast því sem ég hafi prjónað það sjálf. Flíkin er alíslensk og heldur dýrari en þunn nælonponsjó sem flutt eru inn.
Hljóp 7 km þrátt fyrir […]

Ummæli (0) - Óflokkað

Lou Reed var

20. ágúst 2004

kraftmikill. Hljómsveitin virtist skemmta sér svo vel að unun var á að horfa. Þrátt fyrir að svitinn seitlaði niður bakið á manni og tærnar væru dofnar naut ég tónleikanna í botn.
Niðurstaðan er þó að ég er að verða of gömul fyrir stæði.
7 km í Reykjavíkurmaraþoni verða ekki að veruleika. Skráningin hafði ekki skilað sér og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er svo heppin

að vera að fara að hlusta á Lou Reed á eftir. Hann var nú ekki beint með mikla útgeislun í viðtali í sjópnvarpinu í gær. Lögin hans eru góð og hann gefur vonandi meira af sér á tónleikum en í sjónvarpsviðtali sem honum virtist leiðast verulega í.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er búin

19. ágúst 2004

að skrá mig og minn í 7 km hlaup í Reykjavíkur maraþoninu. Það er ekkert skrýtnara en sá sem hefur skráð sig í 1/2 maraþon en hefur aldrei hlaupið lengra en 10 km. Ég hef þó farið 5,6 km.
Mér fannst ekki taka því að fara 3 km…
Ofmetnaður????

Ummæli (0) - Óflokkað

það er yndisleg að geta

18. ágúst 2004

gefið gestum afurðir úr garðinum, setið á sólpallinum sínum síðla dags og unnið með góðu og gefandi fólki. Skipst a hugmyndum og skipulagt starfið framundan.

Ummæli (0) - Óflokkað

á hverjum morgni

17. ágúst 2004

þegar ég fer í hjólaskúrinn flækist hárið á mér í köngulóarvef. Hann klístrast við hárið á mér, nokkrar smáflugur fylgja oft með. Það er ekki auðvelt að ná herlegheitunum úr hárinu.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég keypti

16. ágúst 2004

svo falleg stígvél í dag. Mér finnst þau vera dökkbrún en aðrir segja að þau séu svört. Ég hef heyrt að það sé gott að hjóla í þeim. Leðrið í þeim er þykkt og það er líka leður inni í þeim. Ég er viss um að þau verða fallegri með aldrinum. Á það kannski við […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er svo fegin

15. ágúst 2004

að systir mín hefur blásið til afmælisveislu í kvöld. Mér finnst gaman að mæta í veislur hjá fullorðnu fólki og er ánægð með fólk sem finnst það eiga það skilið að fá veislu sér til heiðurs einu sinni á ári. Mér finnst að fólk eigi að gera sem mest úr sjálfu sér.

Í næstu viku […]

Ummæli (0) - Óflokkað