[ Valmynd ]

Færslur ágústmánaðar 2004

ordet er dit

15. ágúst 2004

heitir bókin sem ég að ljúka við að lesa núna.
Þar segir m.a. “Vad har man gått miste om i dag? … Varje liv inramas av tusentals detaljer och i den nära omgivningen finns det åtskiligt som händer utan att man tar in det. Man distraheras, rusar forbi i ilfart och missar skogen för träden. Att […]

Ummæli (0) - Bækur

stundum er maður vitlausari

14. ágúst 2004

en aldur og þroski segir til um. Í gær hélt ég að hægt væri að halda út í bjarta sumarnóttina og hjóla langt og lengi. En það var ekki nóg með að það dimmdi eftir klukkustundar hjólatúr heldur var líka svartaþoka. Svo svört að ekki sást nema fram um sex línur á veginum í Mosfellsdal. […]

Ummæli (0) - Óflokkað

rétt í þessu

12. ágúst 2004

hjóluðu börn í bikiní framhjá húsinu mínu. Það hefur ekki gerst áður.

Ummæli (0) - Óflokkað

lagði mig fram um að

11. ágúst 2004

þakka sólskinið sem hitaði skrifstofuna mína upp að suðupunkti í dag. Reyndi að bægja löngun eftir köldum gusti frá mér enda var hann ekki fáanlegur, þrátt fyrir tvo opnanlega glugga.

Ummæli (0) - Óflokkað

í dag ákvað ég

10. ágúst 2004

að hér eftir vilji ég njóta þess sem ég hef í stað þess að velta vöngum yfir því sem vantar.

Ummæli (0) - Óflokkað

Hitabylgja

ég er með samviskubit yfir því að vera ekki úti. Ég hef nóg að gera inni en finnst ég verða að fara út af því veðrið er svo gott. Ég gæti sest út og notið gróðursins en var svo mikið úti um helgina að mig langar að vera inni, þrátt fyrir hitann. Þetta er auðvitað […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

þetta lærði ég á Vestfjörðum

9. ágúst 2004

hálsrígur lagast í fjallgöngu
þrátt fyrir lofthræðslu getur maður klifrað yfir þurrar aurar í klettum í 500 metra hæð, þegar það er það eina í stöðunni…
ég á frændfólk á ýmsum aldri sem hleypur um fjöll og klifrar í klettum og blæs ekki úr nös
það er undurfagurt á Hesteyri
fjallagrasamjólk er eins á bragðið og mig minnti
spegilsléttir firðir […]

Ummæli (0) - Óflokkað

með hálsríg,

6. ágúst 2004

sannfærð um að hann sé kominn til að vera og þegar farin að skipuleggja hvernig best er að lifa lífinu með hálsríg.
Löng keyrsla framundan og svo fjallganga. Að vera með hálsríg í fjallgöngu er alveg nýtt fyrir mér…

Ummæli (0) - Óflokkað

mér nægði

5. ágúst 2004

það eitt að sjór pusaðist nokkrum sinnum yfir mig, í skokktúr gærkvöldsins, til að finnast ég vera virkileg hetja. Jafnvel þó ég gæti lítið hlaupið seinni hluta túrsins.
Saltbragðið á vörum mínum fullkomnaði ferðina.

Ummæli (0) - Óflokkað

það er undarlegt

4. ágúst 2004

að vera 4 manneskjur að paufast á vinnustað sem venjulega telur nærri 400 manns. Þessa dagana ræðu þögn, myrkur, málningalykt og ryk ríkjum þar.

Ummæli (1) - Óflokkað