30. september 2004
er að maður gefur sér tíma til að sækja um námslaun. Set umslag í póst í dag. Ég veit ekki hvenær svar kemur. Ef svarið verður já get ég einbeitt mér að námi eingöngu næsta skólaár…
Þetta er sýnd veiði en ekki gefin mjög margir fá synjun. Þá er bara að reyna aftur og aftur og […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
fíkn að teikna það sem fyrir augun ber. Bara láta vaða og hlusta ekki á innri úrtöluraddir. Hver segir að maður þurfi að kunna eitthvað? Misskilningur að það þurfi háskólapróf til að mega teikna umhverfi sitt. Nota kúlumúsina á tölvunni til að teikna, finnst það erfitt en tíminn flýgur. Þetta hús sé ég útundan mér […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
29. september 2004
þessa mynd úr stofunni set ég hér áður en ég fer út í nóttina að skokka í rokinu. Eins gott ég rati heim aftur.Mér hentar best að skokka á kvöldin en það passar ekki vel á veturna þegar dimmir svo snemma. Þetta er klemma sem ég þarf að reyna að leysa. Kannski hellahjálmur með ljósi […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
· vera fyrirmynd en ekki gagnrýnandi
· vera hluti af lausnum en ekki vandamálum
· kvarta ekki út af eigin veikleikum eða annarra
· viðurkenna mistök sín, leiðrétta þau strax og læra af þeim
· kvarta ekki eða ásaka aðra
· einbeita sér að þeim hlutum sem eru á manns valdi
· líta með samúð en ekki ásökun á veikleika annarra.
· […]
Ummæli (0)
- Tilvitnanir
verkfallsvörslu. Fór í fallegan skóla í Grafarvogi. Skoðaði hvern krók og kima og dáðist að fallegum arkitektúr. Nokkur börn voru í skólanum sem voru hjá kennurum sem ekki eru í KÍ svo allt var með felldu. Nálægðin við sjóinn, Esjuna og rokið er stórkostleg í efribyggðum borgarinnar.
Ummæli (0)
- Óflokkað
þar sem hann skýrði sín sjónarmið. Ég ætlaðist ekki til að hann væri sammála mér, en hann var það að hluta, þó á öðrum forsendum en ég. Bréfið frá honum var langt og tók á ýmsu. Ég tók þá ákvörðun að fara ekki að munnhöggvast við hann sé engan tilgang í því. Ég er búin […]
Ummæli (0)
- Hitt og þetta
28. september 2004
er að geta farið í sund um miðjan dag á virkum degi. Þá er hægt að synda óhindrað. Bara nokkrir krakkar að leika sér í grunnu lauginni. Er ekki um að gera að horfa á björtu hliðarnar á öllum aðstæðum? Sumum finnst reyndar Pollýönnuleikur ekki fyrir sig og vilja sjá það neikvæða í friði. Það […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
Góðan daginn
Ég tel mér skylt að láta vita af óánægju minni vegna framkomu Gísla Marteins við unga leikkonu í þættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini s.l. laugardag.
Það leit úr eins og Gísli væri alveg óundirbúinn og spurði hann leikkonuna dónalegra spurninga og var með alhæfingar um að hún væri eins og þær persónur sem hún hefur […]
Ummæli (0)
- Hitt og þetta
sem berst inn um gluggana hjá mér sé ærandi. Þetta eru ekki fögur hljóð, rám og murrandi. Ég segi ekki að hann trufli mig við vinnu mína og ætla alls ekki að bera hann saman við vélarhljóðin sem voru að taka mig á taugum um daginn. En þetta er frekar Hitchcoklegt en rómantískt. Þegar ég […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
27. september 2004
eflaust gagnleg fyrir þá sem nenna að lesa leiðarvísa. Höfðaði ekki til mín. Sumt skildi ég hreinlega ekki t.d. er ráðlagt að hætta að gera hreiður í klósett, hver gerir það, til hvers og hver verpir í það? Ég get ekki hætt því þegar ég veit ekki hvort ég geri það. S benti mér á […]
Ummæli (0)
- Bækur