[ Valmynd ]

Færslur septembermánaðar 2004

köttur

27. september 2004

sem líkist undrandi ljóni er oft að sniglast í garðinum hjá mér. Hann horfir oft á mig spurnaraugum en fer svo í burtu.

Ummæli (0) - Óflokkað

haust í garðinum hjá mér

er eins og klippt út úr útlenskri ævintýramyndabók. Litirnir á trjánum og laufblöðunum á jörðinni eru sterkir og margvíslegir. Fuglarnir syngja hástöfum og svo virðist vera sem geitungarnir hafa vaknað aftur af löngum dvala.

Ummæli (0) - Óflokkað

í regnkápu og úr regnkápu

26. september 2004

með sólgleraugu á leið í afmælisboð. Veðrið gat ekki ákveðið sig svo húfa,vettlingar og trefill voru líka með í för.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég verð að skrifa sjónvarpinu bréf

af því ég er svo ósátt við hvernig Gísli Marteinn kom fram við unga leikkonu í þætti sínum í gær. Manngreyið datt alveg úr sambandi og spurði hana dónalegra spurninga og var með alhæfingar um að hún væri eins og þær persónur sem hún hefur verið að leika undanfarið. Að mínu mati gerði hann lítið […]

Ummæli (1) - Óflokkað

hugaðir seglbrettamenn

25. september 2004

vöktu furðu mína á úfnu hafi áðan. Endasentust á hausinn í brimrótinu og risu jafnharðan upp á aftur.
Sjálf treysti ég mér ekki til að skokka í svo miklu roki og gekk bara í staðinn með ströndinni í rúman klukkutíma.

Ummæli (0) - Óflokkað

Hugsun

dettur út
hverfur
birtist á ný í ólíku formi.

Ummæli (0) - Hitt og þetta

Limra um Tao

Það er auðvelt að standa sig,
ef maður vandar sig
frá upphafi í því
sem er innan handar
að standa sig í.
Þorsteinn Valdimarsson

Ummæli (0) - Tilvitnanir

mér hugnast sú

hugmynd við varðveislu mannvirkja að hugmyndin sem húsið stendur fyrir og handverkið sem notað var við byggingu þess skiptir meira máli en efnið sem það var byggt úr. Þessi hugmynd ku koma frá Japan og Kína. Með þessu viðhalda þeir löngu gleymdu handverki og skammast sín ekkert fyrir að rífa merk mannvirki og byggja upp […]

Ummæli (0) - Óflokkað

veislur og útstáelsi

24. september 2004

þrjú kvöld í röð. Það er mikið á minn mælikvarða fer líka í veislu á morgun og á sunnudaga.

Ummæli (0) - Óflokkað

Ef það boð væri látið út ganga

að svo allir í heiminum hefðu nóg að bíta og brenna væri nóg að hver einasti Vesturlandabúi skæri af sér litla fingur, myndi ég þá hlaupa strax upp til handa og fóta finna beittasta hnífinn á heimilinu og skera minn af?
Nei ég held ekki.
Fyrsta hugsun mín yrði örugglega sú að þetta væri blekking. Það myndi […]

Ummæli (1) - EK