[ Valmynd ]

Færslur septembermánaðar 2004

ég er komin með

24. september 2004

staðfestingu á því sem mig hefur lengi grunað, ástæðan fyrir því að ég er metnaðarlaus og verð aldrei snillingur er sú að ég er elst. Elstu systkini hafa ekki sama drifkraft og þau sem þurfa að berjast við sér eldri einstaklinga þegar þau eru að alast upp. Komið hefur fram í rannsóknum að eldri sytkini […]

Ummæli (0) - EK

Það er nærandi

að hitta leshringssystur sínar líf manns stækkar og ég verð reynslunni ríkari.
Ein þeirra fór t.d. í gönguferð um óbyggðir og lýsti ferðinni af svo mikilli innlifun að mér fannst ég nánast hafa farið í gönguna. Hver veit nema að eftir nokkur ár minni mig að ég hafi farið þarna um og geti lýst því hvernig […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

Nú er ég búin með

3/4 af verkefni sem ég á að skila þann 12.10. Ég kláraði í fyrradag það sem ég hafði sett mér fyrir að gera um næstu helgi. Er búin að finna nokkrar greinar sem ég þarf líka að lesa til að velja eina úr til að kynna. Svo er ég líka byrjuð að lesa efnið sem […]

Ummæli (0) - Óflokkað

70 ára

23. september 2004

og úthýst úr sumarbústað. Þannig fór fyrir mömmu sem ætlaði að vera að heiman á afmælisdaginn sinn. Fékk sumarbústað en þegar afmælisdagurinn rann upp var hún rekin úr honum og fékk ekki að vera lengur. Því miður tvíbókað ekkert annað að gera en pakka, hóa barnabörnunum saman, þrífa húsið og keyra heim. Fékk þó fína […]

Ummæli (0) - Óflokkað

flúði út vegna hávaða

22. september 2004

gekk í tæpa tvo tíma og tók þá strætó ókeypis á bíllausa deginum. Sá m.a. laufblað sem hafði greypst ofan í gráa steypu sem gagnstéttin var steypt úr. Væri ég teiknari væri þetta upplagt motív til að teikna. Hvarflaði að mér að taka mynd af þessu með símanum mínum en hafði ekki hugrekki til þess […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það er eitthvert tæki

einhversstaðar hér fyrir utan sem er búið að vera í gangi í marga klukkutíma. Þetta eru eins og hávaðapyntingar í fangaklefa. Stöðugt suð í eyrum mér. Ég er reyndar mun betur sett en fangar því ég get farið út og í burt til að losna við þetta.

Ummæli (0) - Óflokkað

the curious incident of the dog in the night-time

21. september 2004

Yndisleg bók skrifuð frá sjónarhóli 15 ára drengs með aspergerheilkenni sem ákærður er fyrir að hafa drepið hund með heygaffli. Hann fer svo að rannsaka málið og ýmislegt misjafnt kemur í ljós.

Ummæli (0) - Bækur

að segja sögu

“All humans are storytellers with their own unique point of view. When we understand this, we no longer feel the need to impose our story on others or to defend what we believe. Instead, we see all of us as artists with the right to create our own art.”
Don Miguel Ruiz

Ummæli (0) - Tilvitnanir

lífið og listin

“There is no line where art stops and life begins” -Charles Eames

Ummæli (0) - Tilvitnanir

Prímtölur

“prímtölur eru tölur sem standa eftir þegar þú hefur tekið öll mynstur í burtu. Mér finnast prímtölur vera eins og lífið sjálft. Þær eru mjög rökréttar en þú gætir aldrei fundið út regluna sem þær byggja á, ekki einu sinni þó þú notaðir allan þinn tíma til að hugsa um þær.Úr bókinni The curious incident […]

Ummæli (0) - Tilvitnanir