[ Valmynd ]

Færslur októbermánaðar 2004

óraunverulegt

31. október 2004

en ný vistarvera er að verða að veruleika í húsi mínu. Ekki strax þó en draumur okkar til margra ára mun að öllum líkindum rætast á næstu mánuðum. Lífsgæði manns vaxa stöðugt, spurning hvort ekki er löngu farið að flóa útaf ?

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er seinþreytt

30. október 2004

til vandræða. Mér hugnast betur samningaleiðin en barátta.

Ummæli (0) - EK

rauði úlfurinn

ég hef lesið nokkrar bækur eftir þessa konu. Þær eru áhugaverðar.

Ummæli (0) - Bækur

skil ekki hvert

það sem maður skrifar hér fer. Það gamla virðist hverfa þegar nýtt bætist við. Fæ ekki svör þegar ég reyni að spyrja. Kannski ekki áhyggjuefni en samt hélt ég að allir flokkar myndu vistast hér inni. Þó það sem skrifað er sé yfirleitt bar hluti af því augnabliki sem það er skrifað á þá kom […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

ég er að vega og meta

kosti og galla þeirrar tillögu sem ég þarf að taka afstöðu til. Kostirnir eru nokkrir og sumir jafnvel tímamóta ávinningur. Ég þarf að vega og meta hvort þeir kostir vega upp gallana. Mikilvægt að vigtin sé rétt stillt og ég þarf að gera mér grein fyrir hver viðmið mín eru.Alla vega vil ég ekki láta […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það er ljóst

29. október 2004

í landinu ríkir þjóðarsátt um að grunnskólar landsins skuli vera láglaunasvæði. Það verður ekki auðvelt að halda uppi faglegum standard ef þessu heldur fram sem horfir. Kröfur til starfsfólks grunnskólaverða þá vonanadi í takt við þann verðmiða sem settur hefur verið á þá.

Ummæli (0) - Óflokkað

gott að eiga

28. október 2004

góða vinkonu.

Ummæli (0) - Óflokkað

gott að vera búin að fá

fyrstu umsögn frá kennara. Þá veit ég hvar ég stend svona u.þ.b. og hvaða kröfur eru gerðar. Get haldið áfram á sömu braut sýnist mér en auðvitað þarf ég að vera meðvituð um að bæta mig. Geta skýrt hugsun mína betur og reyna að þrugla sem minnst. Þetta með að draga úr þrugli verður erfiðast. […]

Ummæli (0) - Óflokkað

rigning aftur

líklega er heitt úti núna. Ætla að heimsækja vinkonu mína eftir hádegi. Fyrst þarf ég að lesa stutta skýrslu og gefa annarri vinkonu minni umsögn um hana.

Ummæli (0) - Óflokkað

gekk í dag

27. október 2004

í sól og frosti. Fallegt nálægt mikilli hraðbraut og álveri. Var ekki of heitt þrátt fyrir sokkabuxur og ullarbol. Fegin að fá far heim og þurfa ekki að taka strætó eins og síðast.
Útgangurinn á manni er eins og á jöklafara. Þvílík gæfa að eiga góð föt.

Ummæli (0) - Óflokkað