[ Valmynd ]

Færslur októbermánaðar 2004

skv. mbl.is hefur

27. október 2004

rafeindaverkfræðingur í Malasíu sett landsmet í því að hlaupa aftur á bak. “Ég vildi alltaf gera eitthvað mikilvægt í lífinu,” sagði verkfræðingurinn S. Moganasundar. Merkilegt gidismat.

Ummæli (0) - Óflokkað

ætla í göngutúr

á Reykjanesi aftur í dag. veðrið lítur út fyrir að verða stillt og bjart í dag. Himininn er ljósgrænn þessa stundina.

Ummæli (0) - Óflokkað

úff

26. október 2004

ég keypti mér vont súkkulaði í dag. Gat ekki borðað nema tvo bita af því, yjakk…

Ummæli (0) - Óflokkað

Merkilegt að sitja í verkfalli

og hlusta á kaffibarþjón lýsa fjálglega keppni sem hún er að skipuleggja. Hún er með neista í röddinni og maður trúir því að henni finnist kaffigerð mjög mikilvægur þáttur lífsins og jafnvel einhverskonar list.
Henni finnst stórkostlegt að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þeim miklu framförum í kaffimenningu sem orðið hafa á Íslandi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég nýt þess að

25. október 2004

horfa á ljósbleika Esjuna í ljósaskiptunum.taka eftir skarfi stinga sér eftir æti inn í miðri borgfylgjast með æðarfuglum synda í hópumheyra ískur í byggingarkrönum hátt yfir mérfinna hitann frá sólinni í frostinuhafa kraft til að hjóla meðfram sjónumeiga hlýja vettlinga

Ummæli (0) - Óflokkað

furðulegt hvað

það kemur fólki á óvart að íslenskir friðargæsluliðar í hermannafötum í Afganistan verða fyrir árásum eins og aðrir. Hélt fólk að hermenn væru spurðir hverra manna þeir væru áður en árás er gerð? Og þó svo væri af hverju ættu Íslendingar að vera undanskildir árásum?Ætlum við að taka þátt en samt ekki alveg, höldum alltaf […]

Ummæli (0) - Óflokkað

sund í 50 metra

24. október 2004

laug er skemmtilegra en í 25 metra. Það eru mörg ár síðan ég hef farið í 50 metra laug en prófaði það í sólinni í dag. Mér fannst auðvelt að synda kílómeter þar, nennti að telja sem ég nenni yfirleitt ekki að gera. S týndi lyklinum að skápnum sem betur fer fann heiðarlegur maður hann […]

Ummæli (0) - Óflokkað

alltaf gott

að ná að þrífa dálítið heim hjá sér, sérstaklega þegar maður er í stuði til þess. Að mínu mati felst mikil slökun í því að fegra umhverfi sitt og njóta þess sem maður hefur valið að láta mynda umgjörð um líf sitt. Mér finnst eins og það sé viðurkennt að garðvinna sé slakandi og jafnvel […]

Ummæli (0) - Óflokkað

meðalmennska

23. október 2004

hvað viðheldur meðalmennsku? Af hverju er er mörgum svona mikilvægt að viðhalda meðalmennsku. Ég held að það skipti máli að hefja sig yfir meðalmennsku og gera allt sem hægt er til að ýta undir það að fólki nái framúrskarandi árangri. Orðið meðalmennska segir manni að það lýsi meðalmanninum og þess vegna eru flestir líklega meðalmenn. […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

í því sem

ég leit út um gluggann rétt í þessu skeit skarfur á flugi hátt yfir garðinum mínum. Hann var á leið norður og hélt bara einbeittur sínu striki eins og ekkert hefði í skorist.

Ummæli (0) - Óflokkað