[ Valmynd ]

Færslur októbermánaðar 2004

ég skildi ekki þriðju bókina

23. október 2004

í þessari trílógíu. Kannski er það vegna þess að búddismi er svo langt frá mér. Eða mér finnst sú lífsýn að eftirsóknarverðast sé að verða að engu ekki upp á marga fiska. Það var mér ofviða hvernig hlýðnin og undirgefnin virtist vera mikilvæg.

Ummæli (0) - Bækur

appelsínugula

innkaupakarfan sem ég bjargaði í skjól í vikunni liggur enn bak við runnann þar sem ég tróð henni. Mér finnst ég á einhvern hátt bera ábyrgð á henni, fæ hálfgert samviskubit í hvert sinn sem ég geng eða hjóla þarna fram fram hjá. Ég hefði átt að hringja strax í búðina og láta vita af […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er alveg dottin

22. október 2004

úr stuði. Ég hafði innst inni vonast til að deilan væri að leysast en svo kemur í ljós að ekki verður fundað næst fyrr en eftir tvær vikur. Hvernig má það vera? Það fer úr manni allur máttur við þetta og trú mín á þá sem stýra þessum viðræðum minnkar. Það er sama hvoru megin […]

Ummæli (0) - Óflokkað

eins og

21. október 2004

komið væri sumar. Ég alltof mikið klædd, sólin skein og ekki bærðist hár á höfði. Sumir fóru djúpt í helli en ég beið ásamt fleirum við útgönguopið.

Fjórir tímar úti í fallegu umhverfi, ekki hægt að hafa það betra…

Ummæli (0) - Óflokkað

borgar sig

20. október 2004

að klæða sig vel áður en farið er í kröfugöngu, láta ekki sólina sem skín inn um skítugar rúðurnar blekkja sig.Húfa, trefill og vettlingar er við hæfi þó ég fari í gæruskinnsjakka.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég held

ég sé búin með verkefni 2 sem ég á að skila 12.11. Kannski einhverjar fíneseringar eftir en mikilvægt að geta sleppt. Skrýtið samt hvað ég er alltaf hrædd um að vera úti í móa vegna einhvers misskilnings. Ég skil leiðarvísa oft illa…

Ummæli (0) - Óflokkað

appelsínugul

19. október 2004

innkaupakarfa fauk á eftir mér eftir mikill umferðagötu þar sem ég var á leið heim úr búð með vindinn í bakið. Ég ákvað af góðmennsku minni að sækja hana svo hún fyki ekki á aðvífandi bíla. Mér tókst að koma kerrunni í skjól dauðhrædd um að lögreglan kæmi og handtæki mig því fyrir þá sem […]

Ummæli (0) - Óflokkað

lífið er

Við finnum ekki frið með því að forðast lífið
Virginia Woolf í myndinn The hours

Ummæli (0) - Tilvitnanir

það er engu líkara

en þakið sé að rifna af húsinu, sérkenniegt hljóð berst þaðan eins og eitthvað sláist til og bresti í. Það skröltir í illa lokuðum gluggum og mér sýnast trén nánast brotna í verstu sveigjunum. Það er líkast því sem þoka sé úti en þegar betur er að gáð er það saltið á rúðunum sem byrgir […]

Ummæli (0) - Óflokkað

fór svo í strætó

18. október 2004

og bara á kaffihús til að hitta samstarfsfólk mitt. Fleiri en ég hafa sett veðrið fyrir sig og við vorum bara 4 sem hittumst og þar af má segja að 2 hafi verið gestgjafar. Djöfulli er kalt. Eldri kona kvartaði við mig yfir því að leið 4 stoppar ekki lengur í Lækjargötu heldur fyrir neðan […]

Ummæli (0) - Óflokkað