[ Valmynd ]

Færslur nóvembermánaðar 2004

garðurinn hjá mér

30. nóvember 2004

er orðinn að stórum grunni og geymslu fyrir drasl. Maður ætlar að koma bráðum og bora gat undir húsið til að tengja við klóak, eins gott að það heppnist. Ég er fegin að ég fer að heiman í myrkri og kem heim í myrkri og hlakka til þegar framkvæmdir verða yfirstaðnar.

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar ég leit

29. nóvember 2004

út um gluggann í morgun var rigning. Ég gladdist yfir að geta hjólað í vinnuna. Eftir að hafa klætt mig og borðað var glerhálka komin yfir allt svo ég varð að ganga hægt, mjög hægt til að brotna ekki…

Ummæli (0) - Óflokkað

kall út í heimi

28. nóvember 2004

er búinn að teikna mynd af dagbókinni minni og er að lesa bók sem ég pantaði mér og vitnar í hana hægri vinstri. Er fjölbreytni heimsins að verða minni? Erum við öll eins? Þetta er dýr dagbók og ég hef nú fram að þessu látið mér duga 200 króna bækur úr Tiger og á góðan […]

Ummæli (0) - Óflokkað

lungamjúkt heimatilbúið

saffranbrauð á herragarði er guðdómlegt. Gott að eiga vinkonu sem er góð í að baka og leyfir manni að njóta þess með sér. Litlu munaði þó að ég missti af öllu saman af því saumklúbburinn þurrkaðist út úr minni mínu. Bjargaði mér að B hringdi í mig til að bjóða mér far annars hefði ég […]

Ummæli (0) - Óflokkað

magnað

26. nóvember 2004

hvað maður getur látið hluti sem ekki skipta neinum sköpum fara í taugarnar á sér. Serstaklega þegar væntingar manns verða ekki að veruleika eða fara öðruvísi en maður hafði vænst.

Ummæli (0) - Óflokkað

mér finnst óþægilegt

25. nóvember 2004

að það er farið að spila jólatónlist í búðum, oft snemmt. Keypti kerti í aðventurkrans, skál á fæti og krydd í bæjarferð.Gott að snjórinn er farinn, gat hjólað aftur í vinnuna í dag og skokkað í kvöld.

Ummæli (0) - Óflokkað

heppin að

24. nóvember 2004

fá far heim tvo daga í röð. Það er ekki gaman að ganga í allri þessari hálku. Nú á að fara rigna svo ég get hlakkað til að fara að skokka á næstu dögum.

Ummæli (0) - Óflokkað

týndi mér í

23. nóvember 2004

tölvuvinnu í dag. Kom í verk hlutum sem hafa beðið allt of lengi. Var úti í slabbi í 30 mínútur í hádeginu og varð vot í lappirnar þannig var ég fram til 18:00 þegar ég kom heim.Rakst á þessa tilvitnun á netinu:
Rather than always focusing on what is left to do, we need to give […]

Ummæli (0) - Óflokkað

loksins

21. nóvember 2004

hrökk ég í gang með ritgerðina mína. Trúi því jafnvel að mér takist að klára hana fyrir 12. desember. Ég skipti alveg um efni en get samt nýtt mér að hluta það sem ég var búin að skrifa um. Ég ákvað að vera bara ég sjálf en ekki hugsa um að gera kennurunum til hæfis. […]

Ummæli (0) - Óflokkað

mér tekst ekki að einbeita mér

20. nóvember 2004

opna eina bók og les nokkrar línur og vil þá skipta um ritgerðarefni, les yfir það sem ég hef skrifað undanfarið og finnst það ómögulegt og ekki leiða til neins, velti fyrir mér öðrum möguleikum að efni, næ í aðra bók og les smá. Fer í sturtu fæ mér að borða, skrifa í dagbókina mína […]

Ummæli (0) - Óflokkað