[ Valmynd ]

Færslur nóvembermánaðar 2004

grafan er mætt

19. nóvember 2004

að vísu ekki sú sem til stóð að fá heldur önnur miklu minni sem S er sjálfur að vinna á. Veit ekki hvort hún drífur í gegnum frostið.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég heyri það

á brakinu í snjónum að það er mikið frost úti. Birtan er sérlega tær og köld. Ég kom við í dásamlegri blómabúð á göngu heim af fundi. Búðin er full af fallegri, danskri og einfaldri gjafavöru þar inni hitti ég konu sem var að senda blóm til Þýskalands hún keyrði mig í vinnuna. Ég uppgötvaði […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég vona að

18. nóvember 2004

fólk sé að ná sér og ró að komast á hugann. Ég þarf að geta einbeitt mér að ritgerarsmíð um helgina og endurnæringu.

Ummæli (0) - Óflokkað

þetta er með undarlegri

17. nóvember 2004

stöðum sem ég hef verið í. Lætin undafarna daga sem hafa verið mikið álag fyrir marga skila engu og spurning hvort fólkið sem hvatti hvað mest til að miðlunartillaga yrði felld samþykki þetta. Kannski 75.000 kallinn dugi þeim til að gleðjast, mér hefði fundist betra að vera laus við lagasetninguna og athafnir stéttar minnar í […]

Ummæli (0) - Óflokkað

konur sem hugsa of mikið

16. nóvember 2004

allt of mikill þýðingabragur á þessari bók. Sömu hlutir sagðir oftar en einu sinni, konur sem tala of mikið kemur stundum upp í hugann af og til við lesturinn. Samt ágætt að huga að þessu í því ástandi sem nú ríkir í kringum mig.

Ummæli (0) - Bækur

ég datt einu

sinni á heimleiðinni ofan í mjúkan snjóinn og spratt jafn snöggt upp aftur. Þegar ég opnaði hurðina heima féll skafl inn í bíslagið. Ég var ekki klædd við hæfi í veðri dagsins líkust pjattaðri eðlu á leið á ball…

Ummæli (0) - Óflokkað

það er nokkuð

15. nóvember 2004

ljóst að ansi margir eru hættir að geta hugsað heila hugsun. Vanlíðan kemur í veg fyrir það. Mér finnst eins og einhvers konar histeria hafi gripið um sig.

Ummæli (0) - Óflokkað

búin að gera

14. nóvember 2004

16 jólakort undanfarna daga. Þau eru mikið hvít, popup, klippt og límd. Einhverjir fá samt öðruvísi jafnvel engil í fötum. Ég nota fallegan pappír sem ég keypti í Stokkhólmi í sumar, klippi líka út myndir í blöðum og nota gamlan gjafapappír. Fingurnir á mér klístrast saman af líminu og ég verð að þvo mér um […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég notaði birtuna í gær

til að skokka í klukkustund. Sjórinn var úfinn og mikill þari í fjörunni. Birtan var grá og við það að hverfa. Í dag er aftur hvasst S er að smíða hringglugga ég reyni að einbeit mér að ritgerðasmíð en ekkert gengur. Hugurinn flögrar stöðugt að því ástandi sem blasir við og ég þarf að taka […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég les stundum

13. nóvember 2004

það sem kennarar ræða sína á milli á spjalli á kennarar.is Þar hefur hæst fólk sem hefur hvatt til þess að berjast fram í rauðan dauðann. Það er fólkið sem er nú reiðast og finnst erfitt að takast á við afleiðingar gjörða sinna, inn á milli eru reyndar raddir sem reyna að benda á að […]

Ummæli (0) - Óflokkað