[ Valmynd ]

Færslur desembermánaðar 2004

snjórinn farinn

21. desember 2004

því virðist enn dimmara um miðjan dag. Ég ætla að búa til nokkrar ballerínur og engla í dag, verst að vera búin að ganga frá öllum pappír á sinn stað. Ítalskt jólabrauð er líka ofarlega á aðgerðarlista dagsins en það þýðir reyndar ferð í ríkið því hvorki romm né koníak er til í húsinu. Ætli […]

Ummæli (0) - Óflokkað

von á gestum

20. desember 2004

notalegt kvöld framundan, súkkulaðið af tertunni lekur um allan ísskáp. Skurðurinn í innkeyrslunni að fyllast svo bíllinn fer að geta verið á sínum stað.

Ummæli (0) - Óflokkað

bakað

19. desember 2004

fyrir afmæli og jól. Munur að eiga almennilegt verkfæri. Jólagjöfum í húsinu hefur fjölgað.

Ummæli (0) - Óflokkað

úti er

18. desember 2004

allt hvítt. Það ýtir verulega undir jólastemmninguna.

Ummæli (0) - Óflokkað

annir

16. desember 2004

sem sljógva mann eru óþægilegar. Ég vil fara í gegnum lífið með fullri meðvitund og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða. Þegar sljóleiki heltekur mann virðast hlutir oft erfiðari en þeir eru. Meira að segja þrif, smákökubakstur og jólagjafakaup geta virst óyfirstíganleg.

Ummæli (0) - Óflokkað

það gusaðist

15. desember 2004

sjór yfir bílinn á heimleið í kvöld. Mín biðu góðar fréttir þegar heim var komið, ég verð í námsleyfi næsta vetur. Get þá sinnt námi af fullum krafti og notið þess út í ystu æsar.Ég sá brúnan runna með svörtum berjum á göngu minni í hádeginu og keypti mér græna grein með hvítum berjum.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég var glöð

14. desember 2004

að fá bréf frá fyrrverandi samstarfskonu minni í dag. Ég lít mikið upp til hennar hún er mikil fagmenneskja og áhugaverð persóna.

Ummæli (0) - Óflokkað

laugarvegurinn

13. desember 2004

er jólalegur í skammdeginu, en ekki margar búðir spennandi. Gæsirnar við tjörnina högguðust ekki þó ég gengi fram hjá þeim í rokinu. Maður þarf að hafa sig allan við til að renna ekki á rassinn í gæsaskítnum. A vill beyglu svo ekki verða meiri skrif í bili.

Ummæli (0) - Óflokkað

á leið í afmæli

12. desember 2004

kl. 12:25 stóð kona sem ég kannast við og beið eftir grænu ljósi á Hofsvallagötunni. Bið hennar hefur verið ansi löng því hún rétt slapp yfir götuna áður en aftur kom rautt, kl. 14:57 þegar ég var á heimleið úr afmælinu. Vonandi líður tíminn hjá henni á öðrum hraða en hjá mér. Annars er hætt […]

Ummæli (0) - Óflokkað

við B

11. desember 2004

keyptum jólaföt í dag. Gott að hafa hann með sem bílstjóra og félaga í búðum. A kom ferlega seint heim í nótt. Hitti m.a. þingmenn að borða í nætursjoppu, tók þá tali og sagði deili á sér. Þeir báru fyrir kveðju til ættingja, þetta finnst mér vera til marks um hvað við búum í litlu […]

Ummæli (0) - Óflokkað