[ Valmynd ]

Færslur desembermánaðar 2004

nú get ég loksins

10. desember 2004

farið að taka til á borðstofuborðinu. Ritgerðin búin og bækur geta farið aftur upp í hillu, mig vantar orðið fleiri bókahillar…Það rætist kannski úr þegar viðbyggingin verður tilbúin.
Kominn tími til að skrifa jólakort

Ummæli (0) - Óflokkað

Ég fann lykt af

9. desember 2004

nýlögðu malbiki og hitinn frá því yljaði mér í frostinu í dag.

Ummæli (0) - Óflokkað

skoðaði prjónaverksmiðju

8. desember 2004

í dag. Gaman að sjá hvað margt falllegt er verið að gera úr ull. Bók um engla og fleira föndur sem mig langaði í var því miður ekki til lengur þannig að hugmyndir úr henni verða ekki að veruleika í framtíðinni.

Ummæli (0) - Óflokkað

var að uppgötva

7. desember 2004

hvað það er ótrúlega stutt í jólin. Veldur smá stressi því það er svo mikið að gera í vinnunni og dagarnir duga ekki til að ljúka verkefnum.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég eignaðist

6. desember 2004

svo fallegan pappír í dag, m.a einn með mynd af hróðugri, þybbinni,krullaðri sirka 4 ára stelpu á hjólaskautum. Svipurinn á henni er óborganlegur hún er hissa, glöð og hrædd allt í senn. Hún minnir mig á mig að prófa línuskauta…

Ummæli (0) - Óflokkað

það er bráðum ár síðan amma dó

5. desember 2004

Á húsinu hennar ömmu er hvítmálað bárujárnið byrjað að ryðga undir gluggunum. Hliðið inn í garðinn er horfið og nýleg girðing fyrir framan húsið stingur í stúf við lúinn garðinn. Steintröppurnar eru farnar að molna. Ég hringi margmálaðari dyrabjöllunni. Eftir smá stund heyri ég í göngugrindinni og veit að amma er á leiðinni til að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

fékk símhringingu

4. desember 2004

í gjafaleiðangri sem leiddi til að við fórum á tónleika með Stranglers. Fræbblarnir hituðu upp, voru þéttir og góðir. Stranglers voru kröftugir og spiluð gamalt og nýtt. Fólkið á tónleikunum var flest komið á miðjan aldur en skemmti sér samt vel. Eftir tónleikana var hljóðhimnan á miðaldra konu sár…

Ummæli (0) - Óflokkað

jólagjafaleiðangur

er nauðsynlegur á þessum tímapunkti. Eini sinni fór ég meira í búðir og keypti smágjafir þegar ég rakst á þær. núna hef ég aldrei tima til að fara í búðir og þarf því að vera meðvitaðri um að vera ekki að þessu á síðustu stundu. Mér finnst það ekki eins skemmtilegt. Það var skemmtilegra að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég missti af

3. desember 2004

gestum af því dyrabjallan er biluð. Furðulegt að skrölta hér inni, tveir á tröppunum og vita ekki af því. Ég sit við verkefnið og gengur vel sem betur fer. Það er góð tilfinning að sjá fram úr hlutum, finna að maður ræður við verkið og hafa tíma, nennu og orku til að sinna því. Það […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er að vinna

2. desember 2004

að ritgerðinni minni. Ég lagði hana frá mér fyrir skömmu en er núna að byrja á henni aftur. Ég er ánægðari með hana en mig minnti, vona að sú tilfinning hverfi ekki áður en ég skila henni. Ég er að fínpússa og skerpa áherslur, færi til efni og laga orðalag. Um leið og ég geri […]

Ummæli (0) - Óflokkað