[ Valmynd ]

það er mikill

Birt 18. febrúar 2005

munur á að vera nálægt fólki sem hugsar í lausnum. Það er gefandi og fyllir mann orku að vinna með fólki sem er ábyrgt og lítur á sig sem hluta af lausnum. Sumt fólk leitar ekki lausna heldur bendir á vandamál sem það vill að aðrir leysi, þannig fólk talar oft í barnalegum vælutón og það heyrist skerandi titringur í röddinni sem gerir það að verkum að aðrir verða pirraðir á þeim. Ég ætla hér eftir að vera vakandi fyrir því að vera ábyrg og ætlast ekki til að aðrir leysi alla hluti. Ég vil frekar vera gefandi og uppbyggileg en vælandi orkusuga.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.