[ Valmynd ]

mamma kom

Birt 19. febrúar 2005

í stutta heimsókn. Ég bauð henni ekki upp á neitt og hún fór ekki úr kápunni. Hún var hissa á framkvæmdunum í garðinum.Sagði frá líðan ömmu og við ræddum um fleiri ættingja t.d. kom í ljós að langamma mín hefði orðið 120 ára í gær.
Ég er búin að sitja yfir verkefni i morgun, hef ekki mikla einbeitingu vegna veikinda sem hafa herjað á mig undanfarna daga og ég er ekki búin að ná mér af. Mér finnst ég vera nýbúin að vera veik…
Ég reyni að ýta eftir samstarfskonum mínum í verkefninu. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að biðja um frest þó mér sé alveg meinilla við það.
Furðulegt eða öllu heldur fáránlegt að heyra smjattið í fréttaþul hjá RUV.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.