[ Valmynd ]

rakst á þessa síðu

Birt 26. febrúar 2005

fannst myndirnar þar svo heillandi. Þær reynast vera eftir þroskahefta og höfða meira til mín en mörg önnur listaverk.

Það er litadýrðin og sakleysið sem ég fell fyrir. Ekki farið eftir mannasetningum um hvað er rétt og rangt í litanotkun, teikningu eða byggingu, bara málað af hjartans lyst.

Sat lengi kvölds í matarboði sem var nærandi fyrir sál og líkama. Fengum himneska fiskisúpu, salat og brauð. Ræddum mikið um jafnrétti og trúmál. Að játa trú sína er grafalvarlegt mál og erfitt fyrir trúleysingja að skilja hvaðan þörfin fyrir trúnna sprettur. Það varð nánast niðurstaðan að trúleysinginn væri sá trúaðasti okkar.

Ég er staðráðin í að nota þessa helgi til afslöppunar af því sú síðasta var svo mikil vinnuhelgi. Við erum búnar með verkefnið okkar ég set það í póst á mánudaginn. Blaðið komið í höfn, ég þarf reyndar líklega að bera út í nokkrar götur en það er nú bara á við heilsubótargöngu.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.