[ Valmynd ]

fór loksins

Birt 23. mars 2005

út að skokka eftir langt hlé í kvöld. Ég get ekki sagt að ég hafi farið hratt eða borið mig glæsilega. En þetta var samt frábært og ég ætla að halda áfram til að ná upp betra þoli.

Ég hef setið með sveittan skallann við skriftir í allan dag og er komin nokkuð áleiðis með síðasta verkefni vetrarins. Hef rúman mánuð til að klára en vil reyna að komast eins langt og ég get í páskafríi. Vonast til að eiga bara fínpússningu að páskafríi loknu. Þá fer ég að sjá fyrir endann á þessu.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.