[ Valmynd ]

ræddi um snobb

Birt 30. mars 2005

við yngsta son minn í dag. Hann vantar skó og langar mest í strigaskó og þá meina ég bókstaflega strigaskó svipaða þeim sem keyptir voru handa mér í Geysi forðum. Ég koma auga á auglýsingu um svipaða skó á rúmar 1000 krónur, þeir sem hann vill kosta um 8000 kall. Hann benti mér á allt það sem er ólíkt með þeim dýru og ódýru og klikkti svo út með því að hann gengi ekki í fötum frá þessari búð! Það var þá sem hann fékk fyrirlesturinn um snobb. Fyrirlesturinn dugði ekki til að sannfæra hann. Hann samþykkti svo sem að maður væri hafður að fífli með því að borga svona miklu meira fyrir staðsetningu á striki og áferð á efni en fannst í lagi að láta glepjast.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.