[ Valmynd ]

snobb er ekki skemmtilegt

Birt 21. apríl 2005

og ég græddi heilmikið í dag með því að brjóta odd á oflæti mínu og kaupa eftirlíkingu af stólum sem mig hefur lengi langað í. Ég fékk 6 stóla fyrir verðið á 1/2 ekta…
Það hefði tekið mig alla ævina að safna mér fyrir hinum og ég hefði varla notið þeirra mikið í gröfinni.
Mér finnst ég betri fyrirmynd fyrir börnin mín þegar ég læt ekki plata mig til að eyða meiru en eðlilegt er einungis vegna hégómleika.
Fór í fermingarveislu og borðaði góðan mat og hitti svo systur mínar og börn þeirra hjá mömmu. Skoðuðum gamlar myndir og hlógum að óþægð minni í den. Ég var hörmulega frekt og leiðinlegt barn, merkilegt hvað hefur ræst úr mér…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.