[ Valmynd ]

ég stúdera fólk

Birt 30. apríl 2005

of mikið.
Leita oft að því sem er á bak við orðin sem sögð eru. Finn að mjög oft eru aðrar ástæður fyrir skoðunum fólks en þær sem það gefur uppi. Ég skynja þetta ekki bara þegar stjórnmálamenn eru að tala heldur líka venjulegt fólk í sínum hversdegi. Þegar maður gefur sér tíma til að hlusta og spyrja kemur það sem liggur að baki mjög oft nær yfirborðinu. Fólk er mjög leikið í að pakka hlutum inn í orðagjálfur. Ég er nánast viss um að það er oft ekki einu sinni meðvitað um að rökin sem það gefur eru sett fram til að fela kjarnann eða ástæðu þess að það er með eða á móti tilteknu máli.
Það kemur fyrir að ég sakna þess að geta ekki bara tekið mark á því sem sagt er og sleppt vangaveltum um hver raunveruleg ástæða orðanna er. Margar hliðar á málum þvælast oft bara fyrir manni í samskiptum við fólk það er auðveldast að sogast inn í umræðu og hneykslast með. Þá eru allir glaðir, a.m.k. þeir sem eru að hneykslast en auðvitað ekki þeir sem hneykslast er á…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.