[ Valmynd ]

sá Woody Allen

Birt 1. maí 2005

í gær, þ.e. mynd eftir hann. Það er tvennt sem hrífur mig mest í myndum Allen yfirleitt. Stemmningin í umhverfinu er nóg fyrir mig í sumum myndunum. Stólarnir, eldhúsborðin og leirtauið er veisla fyrir augað að mínu mati. Einhverra hluta vegna höfða líka til mín uppskrúfaðar vangaveltur persónanna um lífið og tilveruna.
Umhverfið í Melind&Melinda fullnægði mér alveg sjónrænt en söguþráðurinn var ekki upp á marga fiska. Hvort myndin er drama eða gamanmynd verður hver og einn að dæma fyrir sig.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.