[ Valmynd ]

fórum á veitingastaðinn

Birt 1. maí 2005

Hafið bláa útsýnið er stórkostlegt frá veitingasalnum. Fjaran, melgresið og sjórinn vekur upp löngun til að fara í pikknikk með nesti í körfu og köflóttan dúk.
A kom með okkur og las upphátt í bílnum smásögur vegna íslenskuprófs á morgun. Hann benti okkur á að inni á kaffihúsinu vorum við eins og gestir í afmæli þar sem við þekktum engan. Hefðbundið íslenskt kaffihlaðborð með brauðtertum, randalínum og kleinum minnti mig á fermingarveislu uppi í sveit.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.