[ Valmynd ]

við sátum úti í garði

Birt 8. maí 2005

í austurbænum í gær og borðuðum hádegismat. Stórfjölskylda S börn, unglingar og miðaldra fólk. Sólin skein og fuglar sungu svo hátt að stundum heyrðum við ekki hvert í öðru. Ég gekk heim og var orðin ansi sárfætt þegar heim var komið enda of pjöttuð til að fara í íþróttaskóm í matarboð. Pilsið snérist í hálfhring um líkama minn á leiðinni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.