[ Valmynd ]

veðrið er guðdómlegt

Birt 16. maí 2005

það er hlýtt og logn. Í trjánum sitja þrestir og narta í eitthvað sem þeir finna þar ætilegt. Ég reyndi að sofa en það tókst ekki fyrir ærandi fuglasöng. Smávegis af draslinu úr garðinum fór á haugana í dag. Ég reyndi að hjálpa S við að við setja það á kerru en það var nú meira svona sýndarhjálp. Hann vinnur svo hratt og örugglega á meðan ég væflast í kringum hann. Mér tókst þó að skera mig til blóðs í lófanum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.